Alþjóðadagur mannréttinda Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 11:00 Hver er staða mannréttinda fatlaðs fólks Dagurinn í dag er helgaður mannréttindum í heiminum, einum mikilvirtustu réttindum sem við eigum óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag. Þessi mannréttindi eru skilgreind í lögum landa og alþjóðasamþykktum sem Ísland er til dæmis aðili að. Öll erum við persónur fyrir lögum, leitum í þau til að tryggja okkur fyrir réttinda missi og fáum sérfróða lögmenn eða aðra sérfræðinga til að aðstoða okkur að skilja þessi mikilvægu réttindi sem við eigum. Á degi sem þessum horfum við til mannréttinda þeirra sem höllum fæti standa gagnvart staðbundnum kringumstæðum, sérstaklega í stríðshrjáðum löndum og löndum þar sem mannréttindi eru ekki endilega eitthvað sem kemur fyrst í samskiptum við borgara, sérstaklega borgara sem standa höllum fæti í samfélögum og eru í viðkvæmri stöðu. En þurfum við að fara alla leið til útlanda til að geta talað um mannréttindabrot á fólki í viðkvæmri stöðu? Við skulum líta okkur nær og horfa til réttinda fatlaðs fólks, sem á Íslandi hafa þróast í áranna rás og færst nær því að gefa fötluðu fólki sambærilega stöðu á við ófatlaða borgara, en er það raunin þegar kemur að framkvæmd réttinda? Í fréttum hefur verið fjallað um mann sem til Íslands leitar til að tryggja sér öryggi frá þeim staðbundnu aðstæðum sem hann bjó við, en litið er fram hjá þeim skuldbindingum sem Ísand er aðili að með því að huga ekki að viðeigandi aðlögun og tryggja nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við skuldbindingar sem ættu að tryggja vernd og öryggi fatlaðs manns á flótta. Í þessu máli er auðvelt að segja að hann hefði geta orðið eftir og fengið þjónustu, en myndir einhver vilja vera einn án fjölskyldu sinnar í landi sem talar ekki málið þitt, nærumhverfi sem þekkir ekki þarfir þínar eða getur veitt ást og umhyggju? Hér eru mannréttindi sem við hefðum kannski átt að huga að þegar ekki er tekið tillit til hvað felst í viðeigandi aðlögun fyrir þennan unga mann. Í fréttum höfum við séð umfjöllun um aðgengi að rafrænum heimi sem nú vex, en fatlað fólk situr eftir og er að tapa aðgengi sínu að eignum í viðskiptabönkum og getur ekki endilega nálgast réttindi sín, þar sem umsóknir eru bara rafrænar. Í nýlegum úrskurði kærunefndar jafnréttismála er fyrirtæki í eigu ríkisins og aðal handhafi rafrænna skilríka á Íslandi sagst hafa mismunað fötluðum einstaklingi með ákvörðun um að synja honum um rafræn skilríki. Í úrskurðarorði er vísað til þess að fyrirtækið hafi neitað viðkomandi um viðeigandi aðlögun. Hvað myndir þú gera ef þú hefðir ekki aðgang að þínum fjármunum og gætir ekki borgað reikning. Hér eru líka mannréttindi fatlaðs fólks sem ekki er gert kleift að nýta sér nauðsynlega tækni. Í fréttum sjáum við líka að manni sé haldið á réttargeðdeild umfram það sem nauðsynlegt má teljast því ríki og sveitarfélög geta ekki komist að niðurstöðu um hvernig tryggja eigi þjónustu fyrir viðkomandi svo vel sé. Eru það ekki mannréttindi að njóta lögvarinna réttinda til frelsis? Í grein sem Eliona Gjecaj skrifaði á Vísi.is kemur fram áhyggjur hennar af ofbeldi gagnvart fötluðum konum sem eru í berskjaldaðri fyrir ofbeldi en ófatlaðar konu. Vísar hún í rannsókn þar sem segir að ofbeldi sé vaxandi gagnvart fötluðum konum í okkar samfélagi? Hvað þarf að gerast til að tryggja þennan viðkvæma hóp, hverjar eru forvarnirnar? Ljósin í myrkrinu Árið 2011 voru sett lög sem Guðbjartur Hannesson heitinn fylgdi úr hlaði með að setja á fót Réttindagæslu fatlaðs fólk. Með þessari einingu vildu stjórnvöld uppfylla ákvæði alþjóðasamnings sem í daglegu tali kallast samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hafa síðan þá starfað sérfræðingar í Réttindagæslu fatlaðs fólks sem hafa einsett sér að tryggja stuðning og viðeigandi aðlögun fatlaðs fólks og tryggja að réttur þeirra séu hafður að leiðarljósi við hverskyns málmeðferð hins opinbera sem og einkaaðila. Fyrir liggja upplýsingar um störf réttindagæslumanna frá þeim árum sem þeir hafa starfað. Með fullkomnu og sértæku skráningakerfi má lesa, við hvað þætti fatlað fólk hefur þurft stuðning við og býr við. Því gæti slíkt kerfi verið mælaborð og stjórntæki fyrir stjórnvöld til leiðsagnar um hvað megi betur fara í nútímanum í málaflokki fatlaðs fólks, í stað þess að bregðast við 20-30 árum síðar, eins og nú tíðkast. Mikilvægt er því að sýna slíkri einingu ekki fálæti, eins og allt of oft er þegar fatlað fólk er annars vegar. Þegar lög um réttindagæslu voru sett, þurfti að finna réttindagæslunni stað í kerfinu. Ákveðið var að hún skyldi tengd við ráðuneyti félagsmála, sem þá var Velferðarráðuneytið. Öllum var þó ljós mótsögnin í því að þessi tegund starfsemi heyrði undir framkvæmdavaldið. Svipað því og að láta Ríkisendurskoðun lúta forræði Fjármálaráðuneytisins. Alltaf hefur því legið fyrir sú hætta að réttindagæslulögin myndu víkja þegar upp kæmu innbyggðar mótsagnir á milli ráðuneytis og réttindagæslu eða þegar skera þarf niður vegna ytri aðstæðna í samfélaginu. Þessu þurfum við að huga sérstaklega að þannig að ekki gerist sú staða að réttur fatlaðs fólks víki þegar upp koma ytri aðstæður sem breyta forsendum, þetta þurfum við að vernda sérstaklega. Málin sem ég taldi hér upp áðan eru brot af því sem við vitum að á sér stað í lífi fatlaðs fólks á Íslandi, og við vitum að málin hverfa ekki þó svo við þurfum að draga úr þjónustu vegna slæmrar afkomu ríkis og sveitarfélaga eða reynum að sannfæra okkur um að þau séu ekki til staðar, brotin munu dúkka upp í skýrslu eftir 20 til 30 ár. Líkt og kemur fram í grein Eliona Gjecaj þurfum við að gera meira, við þurfum að gera betur á öllum sviðum og við þurfum að viðhalda og hlúa að því sem við höfum gert vel síðastliðin 13 ár, en ekki draga úr. Ljósið í myrkrinu nú í skammdeginu er því frumvarp til laga um sjálfstæða Mannréttindastofnun sem liggur fyrir Alþingi. Jafnframt innleiðing til lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ráðuneytin hafa sett fram til samráðs núna í haust. Vona ég innilega að aðilar sem nú halda á málinu keyri þau í gegn, og þá er hægt að grípa til líkingamáls sem stjórnmálamenn hafa oft brugðið fyrir sig - þá mun loksins fara saman hljóð og mynd í mannréttindum fatlaðs fólks. Höfundur er yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks í veikindaleyfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hver er staða mannréttinda fatlaðs fólks Dagurinn í dag er helgaður mannréttindum í heiminum, einum mikilvirtustu réttindum sem við eigum óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag. Þessi mannréttindi eru skilgreind í lögum landa og alþjóðasamþykktum sem Ísland er til dæmis aðili að. Öll erum við persónur fyrir lögum, leitum í þau til að tryggja okkur fyrir réttinda missi og fáum sérfróða lögmenn eða aðra sérfræðinga til að aðstoða okkur að skilja þessi mikilvægu réttindi sem við eigum. Á degi sem þessum horfum við til mannréttinda þeirra sem höllum fæti standa gagnvart staðbundnum kringumstæðum, sérstaklega í stríðshrjáðum löndum og löndum þar sem mannréttindi eru ekki endilega eitthvað sem kemur fyrst í samskiptum við borgara, sérstaklega borgara sem standa höllum fæti í samfélögum og eru í viðkvæmri stöðu. En þurfum við að fara alla leið til útlanda til að geta talað um mannréttindabrot á fólki í viðkvæmri stöðu? Við skulum líta okkur nær og horfa til réttinda fatlaðs fólks, sem á Íslandi hafa þróast í áranna rás og færst nær því að gefa fötluðu fólki sambærilega stöðu á við ófatlaða borgara, en er það raunin þegar kemur að framkvæmd réttinda? Í fréttum hefur verið fjallað um mann sem til Íslands leitar til að tryggja sér öryggi frá þeim staðbundnu aðstæðum sem hann bjó við, en litið er fram hjá þeim skuldbindingum sem Ísand er aðili að með því að huga ekki að viðeigandi aðlögun og tryggja nauðsynlegar ráðstafanir í samræmi við skuldbindingar sem ættu að tryggja vernd og öryggi fatlaðs manns á flótta. Í þessu máli er auðvelt að segja að hann hefði geta orðið eftir og fengið þjónustu, en myndir einhver vilja vera einn án fjölskyldu sinnar í landi sem talar ekki málið þitt, nærumhverfi sem þekkir ekki þarfir þínar eða getur veitt ást og umhyggju? Hér eru mannréttindi sem við hefðum kannski átt að huga að þegar ekki er tekið tillit til hvað felst í viðeigandi aðlögun fyrir þennan unga mann. Í fréttum höfum við séð umfjöllun um aðgengi að rafrænum heimi sem nú vex, en fatlað fólk situr eftir og er að tapa aðgengi sínu að eignum í viðskiptabönkum og getur ekki endilega nálgast réttindi sín, þar sem umsóknir eru bara rafrænar. Í nýlegum úrskurði kærunefndar jafnréttismála er fyrirtæki í eigu ríkisins og aðal handhafi rafrænna skilríka á Íslandi sagst hafa mismunað fötluðum einstaklingi með ákvörðun um að synja honum um rafræn skilríki. Í úrskurðarorði er vísað til þess að fyrirtækið hafi neitað viðkomandi um viðeigandi aðlögun. Hvað myndir þú gera ef þú hefðir ekki aðgang að þínum fjármunum og gætir ekki borgað reikning. Hér eru líka mannréttindi fatlaðs fólks sem ekki er gert kleift að nýta sér nauðsynlega tækni. Í fréttum sjáum við líka að manni sé haldið á réttargeðdeild umfram það sem nauðsynlegt má teljast því ríki og sveitarfélög geta ekki komist að niðurstöðu um hvernig tryggja eigi þjónustu fyrir viðkomandi svo vel sé. Eru það ekki mannréttindi að njóta lögvarinna réttinda til frelsis? Í grein sem Eliona Gjecaj skrifaði á Vísi.is kemur fram áhyggjur hennar af ofbeldi gagnvart fötluðum konum sem eru í berskjaldaðri fyrir ofbeldi en ófatlaðar konu. Vísar hún í rannsókn þar sem segir að ofbeldi sé vaxandi gagnvart fötluðum konum í okkar samfélagi? Hvað þarf að gerast til að tryggja þennan viðkvæma hóp, hverjar eru forvarnirnar? Ljósin í myrkrinu Árið 2011 voru sett lög sem Guðbjartur Hannesson heitinn fylgdi úr hlaði með að setja á fót Réttindagæslu fatlaðs fólk. Með þessari einingu vildu stjórnvöld uppfylla ákvæði alþjóðasamnings sem í daglegu tali kallast samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hafa síðan þá starfað sérfræðingar í Réttindagæslu fatlaðs fólks sem hafa einsett sér að tryggja stuðning og viðeigandi aðlögun fatlaðs fólks og tryggja að réttur þeirra séu hafður að leiðarljósi við hverskyns málmeðferð hins opinbera sem og einkaaðila. Fyrir liggja upplýsingar um störf réttindagæslumanna frá þeim árum sem þeir hafa starfað. Með fullkomnu og sértæku skráningakerfi má lesa, við hvað þætti fatlað fólk hefur þurft stuðning við og býr við. Því gæti slíkt kerfi verið mælaborð og stjórntæki fyrir stjórnvöld til leiðsagnar um hvað megi betur fara í nútímanum í málaflokki fatlaðs fólks, í stað þess að bregðast við 20-30 árum síðar, eins og nú tíðkast. Mikilvægt er því að sýna slíkri einingu ekki fálæti, eins og allt of oft er þegar fatlað fólk er annars vegar. Þegar lög um réttindagæslu voru sett, þurfti að finna réttindagæslunni stað í kerfinu. Ákveðið var að hún skyldi tengd við ráðuneyti félagsmála, sem þá var Velferðarráðuneytið. Öllum var þó ljós mótsögnin í því að þessi tegund starfsemi heyrði undir framkvæmdavaldið. Svipað því og að láta Ríkisendurskoðun lúta forræði Fjármálaráðuneytisins. Alltaf hefur því legið fyrir sú hætta að réttindagæslulögin myndu víkja þegar upp kæmu innbyggðar mótsagnir á milli ráðuneytis og réttindagæslu eða þegar skera þarf niður vegna ytri aðstæðna í samfélaginu. Þessu þurfum við að huga sérstaklega að þannig að ekki gerist sú staða að réttur fatlaðs fólks víki þegar upp koma ytri aðstæður sem breyta forsendum, þetta þurfum við að vernda sérstaklega. Málin sem ég taldi hér upp áðan eru brot af því sem við vitum að á sér stað í lífi fatlaðs fólks á Íslandi, og við vitum að málin hverfa ekki þó svo við þurfum að draga úr þjónustu vegna slæmrar afkomu ríkis og sveitarfélaga eða reynum að sannfæra okkur um að þau séu ekki til staðar, brotin munu dúkka upp í skýrslu eftir 20 til 30 ár. Líkt og kemur fram í grein Eliona Gjecaj þurfum við að gera meira, við þurfum að gera betur á öllum sviðum og við þurfum að viðhalda og hlúa að því sem við höfum gert vel síðastliðin 13 ár, en ekki draga úr. Ljósið í myrkrinu nú í skammdeginu er því frumvarp til laga um sjálfstæða Mannréttindastofnun sem liggur fyrir Alþingi. Jafnframt innleiðing til lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ráðuneytin hafa sett fram til samráðs núna í haust. Vona ég innilega að aðilar sem nú halda á málinu keyri þau í gegn, og þá er hægt að grípa til líkingamáls sem stjórnmálamenn hafa oft brugðið fyrir sig - þá mun loksins fara saman hljóð og mynd í mannréttindum fatlaðs fólks. Höfundur er yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks í veikindaleyfi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun