Meistararnir burstuðu ÍBV og komnir á toppinn að nýju Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 22:48 Dusty stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Dusty hafði auðveldan sigur gegn ÍBV í Ljósleiðaradeildinni fyrr í kvöld. Liðin mættust á Ancient og hófu Dusty leik í vörn. ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti
ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti