Atlantic og FH fara jöfn í jólin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:53 Brnr og Wzrd toppuðu stigatöflurnar í leiknum. Atlantic höfðu sigur gegn FH er liðin mættust á Anubis fyrr í kvöld. Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport
Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport