Kveikt í bílum eftir að liðið hans Pelé féll í fyrsta sinn í 111 ár Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 11:31 Santos er fallið niður um deild í fyrsta sinn í sögunni. Ricardo Moreira/Getty Images Brasilíska knattspyrnufélagið Santos, sem goðsögnin Pelé lék með nær allan sinn feril, féll í gær naumlega úr efstu deild, í fyrsta sinn í 111 ára sögu félagsins. Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust. Brasilía Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust.
Brasilía Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira