Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Lars og Heimir á góðri stundu saman. mynd/vilhelm Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“ Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“
Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu