Sérhver manneskja Anna Lúðvíksdóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Anna Lúðvíksdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar