Sérhver manneskja Anna Lúðvíksdóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Anna Lúðvíksdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar