Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 07:00 Unnur segir ljósmæður furða sig á framgöngu stjórnenda á Akureyri. Vísir Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“ Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira