„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 11:31 Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í eitt ár og rúma átta mánuði Vísir/Daníel Þór Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira
Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira