Staðan versni með hverri klukkustund: „Það sem ég sá er ólýsanlegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:37 Sjúkrahús á Gasa eru yfirfull og sært fólk liggur á göngum þeirra. Hjálparsamtök segja stöðuna grafalvarlega og fara versnandi með hverri klukkustund. vísir/AP Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira