Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 09:47 Bílasölur eiga erfitt með að gera áætlanir fyrir næsta ár vegna óvissu um gjaldtöku og styrkjum vegna rafbílasölu. Vísir/Vilhelm Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira