Danir taka ekki við Teslum á leið til Svíþjóðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 07:51 Bílar úr smiðju Tesla eru meðal vinsælustu rafbíla heims um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Danskir hafnarverkamenn hafa ákveðið að styðja verkalýðsfélög í Svíþjóð í deilu þeirra gegn rafbílaframleiðandanum Tesla og munu ekki taka við Teslum sem til stendur að flytja inn til Svíþjóðar. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða. Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða.
Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira