„Mín ábyrgð er talsverð“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 23:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. Vísir/Arnar Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim. Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim.
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira