Gestirnir byrjuðu einkar sterkt í kvöld og voru 9 stigum yfir í hálfleik. Heimamenn í PAOK minnkuðu muninn í 3. leikhluta áður en þeir sýndu sínar bestu hliðar í 4. og síðasta leikhluta leiksins.
Þar skoraði PAOK 32 stig gegn aðeins 15 og tryggði það sem var á endanum nokkuð öruggur 12 stiga sigur, lokatölur 93-81.
Elvar Már lét lítið fyrir sér fara framan af leik en var frábær þegar á reyndi. Ásamt því að skora 14 stig þá gaf hann 11 stoðsendingar og tók 3 fráköst.
PAOK hefur farið hægt af stað í deildinni og er í 9. sæti með fjóra sigra og fjögur töp að loknum 8 leikjum.