Aue hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu og tapaði í kvöld sínum fjórða leik í röð þegar Bietigheim-Metterzimmern vann fjögurra marka útisigur, lokatölur 27-31
Heimamenn byrjuðu vel í kvöld og voru um tíma þremur mörkum yfir. Það entist þó ekki lengi og voru gestirnir marki yfir í hálfleik, fór það svo að þeir unnu með fjögurra marka mun.
Sveinbjörn Pétursson átti góðan leik í marki heimaliðsins en það dugði ekki í kvöld. Hann varði 19 skot og gaf eina stoðsendingu.