Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:31 Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. „Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum. Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Við fréttum af því að stóru fyrirtækin ætluðu að opna í dag og þá ákváðum við að vera með. Við verðum bara að reyna að spila þetta eftir eyranu. Það er gaman að það sé að koma smá líf í bæinn. Það er búið að vera aðeins að gera í morgun en það hlýtur að lifna enn meira yfir þessu næstu dag,“ segir Sigurður Enoksson bakari og eigandi Hérastubbs bakarís sem opnaði á ný í dag eftir rýminguna í Grindavík fyrir rúmlega þremur vikum. Geggjað að geta byrjað aftur Sigurður og fjölskylda hans voru afar ánægð með að byrja að starfa aftur. „Það er geggjað að byrja aftur annars væri ég ekki að gera þetta. Maður vill sýna lit og bjóða öllum þeim sem eru byrjaðir að starfa í bænum að koma og kaupa veitingar hjá okkur. Það eru fimmtán sortir í boði í dag og það má búast við að það bætist enn fleiri við næstu daga,“ segir Sigurður sem var ásamt Hrafnhildi dóttur sinni að gera tilraun með að baka vegan Sörur enda bakaríið frægt fyrir vegan bakkelsi. Það var glatt á hjalla í Hérastubbi þegar bakaríið var opnað í morgun. Vísir/Dúi Börn Sigurðar og eiginkonu hans Ásgerðar Króknes Steinþórsdóttur starfa öll í bakaríinu. Það eru þau Hrafnhildur sem er bakari og kontidor, Enok og Steinþór. Sigurður segir að það hafi verið gott að sameinast á ný í bakaríinu en fjölskyldan býr hér og þar á höfuðborgarsvæðinu eftir rýminguna í Grindavík. Hann segir að bakaríið hafi sloppið nokkuð vel við skemmdir eftir jarðhræringarnar. „Frystirinn bilaði reyndar hjá okkur og það skemmdist allt í honum, ég held að við fáum það ekki bætt. Það virðist annað hafa sloppið hér. Ég er hins vegar ekki eins öruggur með heimilið okkar. En ég og eiginkona mín búumst ekki við að geta flutt aftur til Grindavíkur fyrr en eftir 3-4 mánuði. En við ætlum að standa vaktina í bakaríinu eins lengi og við getum,“ segir Sigurður að lokum.
Bakarí Matur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent