Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2023 12:18 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að dregið hafi úr líkum á gosi. Vísir/Vilhelm Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. „Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira