Þar kemur fram að hægari vindur verði annars staðar. Að mestu þurrt og léttir allvíða til á Norður- og Austurlandi. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig.
Kaldast verður í innsveitum norðaustanlands en hiti verður í kringum frostmark suðvestantil. Á morgun verður svipað veður en líklega minni úrkoma sunnantil og útlit fyrir að einhver smáél komi inn á norðaustanvert landið síðdegis. Hiti mun lítið breytast.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan 8-13 m/s við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku él austast og syðst. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag:
Austan 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Dálítil él suðaustantil, en bjartviðri um landið vestanvert. Hiti um eða yfir frostmarki við suðurströndina, annars 0 til 10 stiga frost.
Á fimmtudag:
Austanátt og bjart með köflum, en skýjað og dálítil él á Suðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig, en hiti kringum frostmark sunnan heiða.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit austlæga eða breytilega átt og þurrt að kalla. Fremur kalt.