Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 16:03 Ahmed Al Jaber á setningarathöfn COP28. EPA-EFE/ALI HAIDER Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira