Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 13:31 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg. Hér er hún með Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins og ráðherra og Hermanni Ólafssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira