Jákvætt að fulltrúum atvinnulífs hafi fjölgað á COP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 19:34 Guðlaugur Þór segir mikla möguleika fyrir atvinnulífið á COP28 sem hófst í gær í Dúbaí. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur til Dúbaí eftir helgi á aðildríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem hófst í gær. Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent