Þetta staðfesti Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu, í samtali við fréttastofu. Landsréttur hafði staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsal.
Edda var flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði til Keflavíkur í morgun. Hún hafi fengið að pakka saman eignum sínum og var svo flutt á flugvöllinn þar sem norskir lögreglumenn tóku á móti henni.
Edda var handtekin síðasta þriðjudag en í gærkvöldi safnaðist hópur saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði og reyndi að koma í veg fyrir flutning hennar úr fangelsinu.