Filipe Luís kveður eftir 20 ára feril Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 17:30 Filipe Luis dvaldi hjá Atletico Madrid í 9 ár og hampaði sex titlum með félaginu. Vísir/getty Filipe Luís hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem vinstri bakvörður í gullaldarliði Atlético Madrid, en hann hampaði einnig titlum með Chelsea, Flamengo og brasilíska landsliðinu. Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu. Brasilía Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu.
Brasilía Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira