Ísland verði að beita sér af krafti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 12:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni. EPA/Martin Divisek Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25