Versta staða íslenska landsliðsins á FIFA listanum í meira en áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 10:31 Íslenska liðið fær vonandi hjálp frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að hjálpa sér við að hækka sig á FIFA-listanum á nýju ári. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hrundi niður um fjögur sæti á styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var opinberaður í gær. Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira
Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira