Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 02:04 Nokkuð stór hópur fólks hefur safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og von er á fleirum. Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“ Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55