Pierre-Emerick Aubameyang kom Marseille yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu en Brian Brobbey jafnaði metin aðeins mínútu síðar. Chancel Mbemba kom heimamönnum yfir á nýjan leik en aftur jafnaði Brobbey metin, staðan 2-2 í hálfleik.
Aðeins voru liðnar tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Aubameyang kom heimamönnum yfir á nýjan leik. Steven Berghuis hafði lagt upp bæði mörk Ajax í leiknum til þessa en hann fékk beint rautt spjald á 63. mínútu.
Gestirnir létu það ekki á sig fá en á 79. mínútu jafnaði Chuba Akpom metin fyrir Ajax. Kristian Nökkvi hafði komið inn af bekknum í hálfleik, fengið gult á 76. mínútu og gaf svo stoðsendingu þremur mínútum síðar. Lífleg innkoma hjá þessum unga og efnilega miðjumanni.
Það var hins vegar Aubameyang sem stal senunni þegar hann fullkomnaði þrennu sína, aftur með marki úr vítaspyrnu, í uppbótartíma. Lokatölur 4-3 og Marseille komið á B-riðils sem þýðir að liðið er komið áfram. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort liðið fer beint í 16-liða úrslit.
Önnur úrslit
- BK Hacken 0-2 Bayer Leverkusen
- Molde 2-2 Qarabag
- Rangers 1-1 Aris
- Servette 1-1 Roma
- Sheriff Tiraspol 2-3 Slavia Prag
- Toulouse 0-0 Royal Union SG
- Villareal 3-2 Panathinaikos
Sambandsdeild Evrópu
- Aston Villa 2-1 Legia Varsjá
- Cukaricki 1-2 Ferencvaros
- Eintracht Frankfurt 1-2 PAOK
- Fiorentina 2-1 Genk
- Nordsjælland 6-1 Fenerbahce
- Trnava 1-2 Ludogorets