Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:55 Tómas lét spurningarnar dynja á Katrínu, spurði meðal annars hvað það ætti að þýða að auglýsa eftir móður með nafni og mynd? vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Edda hefur hins vegar haldið drengjunum hjá sér og lýsti lögreglan eftir henni í vikunni. Hún var svo handtekin í gær. „Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra út í mál íslenskrar konu sem var handtekin í gær vegna beiðni norskra yfirvalda. Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í algjöra tímabundna óvissu í Noregi þar sem dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá,“ sagði Tómas í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins. Það eru að koma jól! Tómas hélt áfram með fyrirspurn sína. Sagði markmið framsalsbeiðninnar það eitt að tryggja að konan, en Tómas nefndi hana ekki á nafn, kæmi fyrir dóm á tilteknum degi sem ekki hafi verið ákveðinn. „Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómssal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómsstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt – það eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas áfram. Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd? Og áfram spurði Tómas, en hann lét spurningahríðina dynja á Katrínu, sem hafði fá svör fram að færa: „Það þarf að tryggja að ekki sé farið í leit að fólki og handtöku þegar ekki liggur fyrir hvenær dómsmálið er á dagskrá í Noregi? Hvers vegna er auglýst eftir móður með nafni og mynd ólíkt því sem gengur og gerist þegar auglýst er eftir þeim sem brjóta hegningarlög? Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi?“ Katrín viðurkenndi að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar um hið viðkvæma mál umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Hún gerði ráð fyrir því að framsalssamningur milli Íslands og Noregs gilti í þessu máli. En hún ætlaði að kynna sér það betur í ljósi fyrirspurnar Tómasar. Og tók undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Dómsmál Börn og uppeldi Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55