Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliðaárdal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 07:00 Gréta Sóley Sigurðardóttir vonast til þess að hægt verði að bjarga þeim ellefu kanínum sem enn eru eftir í dalnum. Vísir/Egill Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili. Umræður um kanínuskort í dalnum spruttu upp á íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook. Þar furðaði íbúi sem þar var á ferð með börn sín sig á því að engar kanínur væru til staðar á þeim stað þar sem þær hafa haldið sig um árabil. Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, segir í samtali við Vísi það ágætis tilefni til að minna á hvers vegna þeim var bjargað og að enn vanti nokkrar heimili. Fréttastofa gerði því skil í janúar í fyrra þegar dýraverndunarsamtökin réðust í samstillt átak um að koma kanínunum í skjól. Hér má sjá innslag fréttastofu. Kanínurnar enn í heimilisleit „Þetta er ágætt tilefni til að koma því á framfæri hvers vegna við gripum til þessara aðgerða á sínum tíma, það er greinilegt að það er fullt af fólki sem ekki hefur frétt þetta, segir Gréta Sóley og minnir á að enn eigi eftir að bjarga ellefu kanínum inn. „Ég er sjálf með fimm kanínur, fjórar þeirra eru úr þessum verkefnum og svo eru hinar á fósturheimilum víð og dreif,“ segir Gréta. Hún segir þær enn þó nokkrar í heimilisleit. „Það væri draumurinn að taka þessar ellefu sem enn eru eftir inn. Af því að þetta svæði er líka svo vont. Þarna er hjólastígur, þetta er rétt hjá götunni og þarna er mikil umferð.“ Gréta segist mæla innilega með kanínunum úr Elliðarárdal, sem hún segir meðal ljúfustu kanína landsins. Gréta Sóley Beinbrotnar á víðavangi Gréta segir að þær kanínur sem enn séu eftir séu illa á sig komnar. Það sé alveg ljóst að það hafi verið þörf á því að bjarga þeim úr dalnum, aðstæðurnar hafi ekki verið boðlegar fyrir dýrin. „Ég á því miður ansi margar myndir úr dalnum af þeim þar sem þær eru illa á sig komnar. Við vorum mikið þarna í fyrrasumar og þetta var alveg hræðilegt. Við þurftum oft að fara með kanínur úr dalnum beint í svæfingu. Sumar voru kannski fótbrotnar og ein var með opið beinbrot.“ Gréta segir dýravelferðarsamtök hafa verið dugleg að fjarlæga hræ dýranna af svæðinu. Það hafi líklega haft þau áhrif að ekki allir geri sér grein fyrir því hve erfiðu lífi dýrin lifðu. „Hámarksaldur þeirra úti er tvö til þrjú ár, á meðan hann er tólf til fimmtán ár inni. Þú sérð það bara á þessum tölum hvað þetta tekur ótrúlega mikið á fyrir þessi dýr. Svo höfum við verið að finna kanínur sem augljóslega hafa dáið úr hungri. Það eru engir áverkar á þeim og þær virðast bara hafa gefist upp.“ Myndir ekki henda hundi út Gréta segist sjálf ekki þekkja það hvenær kanínur birtust fyrst í Elliðarárdalnum. Ljóst sé að þær hafi mætt fyrst þegar eigandi gælukanínu hafi hent henni þar út. Síðan hafi fleiri fylgt í sömu fótspor og er nú önnur og þriðja kynslóð kanína eftir í dalnum. Gréta minnir á að það sé svo gott sem dauðadómur yfir kanínum að vera skildar eftir úti. Það eigi sérstaklega við um Elliðarárdalinn þar sem kanínur séu að eðlisfari frek á eigin svæði. Þær sem fyrir séu taki þeim því alls ekki fagnandi. „Við biðlum bara til fólks um að leita annarra leiða. Það er hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Við getum tekið við þeim og það er í raun miklu betri kostur fyrir þessi dýr. Þú myndir ekkert henda chihuahua hundinum þínum út og láta hann redda sér. Það er allt annað að vera fæddur inni og vera svo hent út á eitthvað svæði sem þú þekkir ekkert.“ Þakklátustu kanínurnar Gréta Sóley segir að hafi lesendur Vísis áhuga á að ættleiða kanínur úr Elliðarárdal sé hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Hún tekur fram að þessar kanínur séu þær yndislegustu sem hún hafi hitt. „Þetta eru kanínur sem ég hef aldrei verið bitin af á meðan við erum með heimiliskanínur sem hegða sér allt öðruvísi. Stundum er heimiliskanínum misboðið yfir matnum eða öðru slíku á meðan að kanínurnar í Elliðarárdalnum eru bara: „Vá matur! Handa mér, í skál! Frábært, takk! Ha? Ertu að klippa klærnar mínar? Vá, takk! Það er eins og þær séu miklu þakklátari.“ Gréta segir kanínurnar úr Elliðarárdalnum meðal þakklátustu kanína landsins.Gréta Sóley Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Umræður um kanínuskort í dalnum spruttu upp á íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook. Þar furðaði íbúi sem þar var á ferð með börn sín sig á því að engar kanínur væru til staðar á þeim stað þar sem þær hafa haldið sig um árabil. Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands, segir í samtali við Vísi það ágætis tilefni til að minna á hvers vegna þeim var bjargað og að enn vanti nokkrar heimili. Fréttastofa gerði því skil í janúar í fyrra þegar dýraverndunarsamtökin réðust í samstillt átak um að koma kanínunum í skjól. Hér má sjá innslag fréttastofu. Kanínurnar enn í heimilisleit „Þetta er ágætt tilefni til að koma því á framfæri hvers vegna við gripum til þessara aðgerða á sínum tíma, það er greinilegt að það er fullt af fólki sem ekki hefur frétt þetta, segir Gréta Sóley og minnir á að enn eigi eftir að bjarga ellefu kanínum inn. „Ég er sjálf með fimm kanínur, fjórar þeirra eru úr þessum verkefnum og svo eru hinar á fósturheimilum víð og dreif,“ segir Gréta. Hún segir þær enn þó nokkrar í heimilisleit. „Það væri draumurinn að taka þessar ellefu sem enn eru eftir inn. Af því að þetta svæði er líka svo vont. Þarna er hjólastígur, þetta er rétt hjá götunni og þarna er mikil umferð.“ Gréta segist mæla innilega með kanínunum úr Elliðarárdal, sem hún segir meðal ljúfustu kanína landsins. Gréta Sóley Beinbrotnar á víðavangi Gréta segir að þær kanínur sem enn séu eftir séu illa á sig komnar. Það sé alveg ljóst að það hafi verið þörf á því að bjarga þeim úr dalnum, aðstæðurnar hafi ekki verið boðlegar fyrir dýrin. „Ég á því miður ansi margar myndir úr dalnum af þeim þar sem þær eru illa á sig komnar. Við vorum mikið þarna í fyrrasumar og þetta var alveg hræðilegt. Við þurftum oft að fara með kanínur úr dalnum beint í svæfingu. Sumar voru kannski fótbrotnar og ein var með opið beinbrot.“ Gréta segir dýravelferðarsamtök hafa verið dugleg að fjarlæga hræ dýranna af svæðinu. Það hafi líklega haft þau áhrif að ekki allir geri sér grein fyrir því hve erfiðu lífi dýrin lifðu. „Hámarksaldur þeirra úti er tvö til þrjú ár, á meðan hann er tólf til fimmtán ár inni. Þú sérð það bara á þessum tölum hvað þetta tekur ótrúlega mikið á fyrir þessi dýr. Svo höfum við verið að finna kanínur sem augljóslega hafa dáið úr hungri. Það eru engir áverkar á þeim og þær virðast bara hafa gefist upp.“ Myndir ekki henda hundi út Gréta segist sjálf ekki þekkja það hvenær kanínur birtust fyrst í Elliðarárdalnum. Ljóst sé að þær hafi mætt fyrst þegar eigandi gælukanínu hafi hent henni þar út. Síðan hafi fleiri fylgt í sömu fótspor og er nú önnur og þriðja kynslóð kanína eftir í dalnum. Gréta minnir á að það sé svo gott sem dauðadómur yfir kanínum að vera skildar eftir úti. Það eigi sérstaklega við um Elliðarárdalinn þar sem kanínur séu að eðlisfari frek á eigin svæði. Þær sem fyrir séu taki þeim því alls ekki fagnandi. „Við biðlum bara til fólks um að leita annarra leiða. Það er hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Við getum tekið við þeim og það er í raun miklu betri kostur fyrir þessi dýr. Þú myndir ekkert henda chihuahua hundinum þínum út og láta hann redda sér. Það er allt annað að vera fæddur inni og vera svo hent út á eitthvað svæði sem þú þekkir ekkert.“ Þakklátustu kanínurnar Gréta Sóley segir að hafi lesendur Vísis áhuga á að ættleiða kanínur úr Elliðarárdal sé hægt að hafa samband við Dýrahjálp eða Villikanínur. Hún tekur fram að þessar kanínur séu þær yndislegustu sem hún hafi hitt. „Þetta eru kanínur sem ég hef aldrei verið bitin af á meðan við erum með heimiliskanínur sem hegða sér allt öðruvísi. Stundum er heimiliskanínum misboðið yfir matnum eða öðru slíku á meðan að kanínurnar í Elliðarárdalnum eru bara: „Vá matur! Handa mér, í skál! Frábært, takk! Ha? Ertu að klippa klærnar mínar? Vá, takk! Það er eins og þær séu miklu þakklátari.“ Gréta segir kanínurnar úr Elliðarárdalnum meðal þakklátustu kanína landsins.Gréta Sóley
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20