Loðið orðalag í tímamótaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 14:28 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er fullur efasemda um gagnsemi tímamótaáætlunar sem Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti í morgun, til varnar íslenskunni. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum. Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum.
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10
Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00