Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar