Hefja vinnslu á ný í Grindavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2023 11:52 Þorbjörn í Grindavík heitir eftir samnefndu fjalli í bænum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að byrja að pakka saltfiski á ný í vinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar í Grindavík í dag og er starfsfólk mætt á staðinn. Fyrirtækjum í Grindavík hefur nú verið auðveldað að hefja starfsemi aftur eftir að reglur um viðveru í bænum voru rýmkaðar. Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28
Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16