Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka Getty Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. „Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki