Toppliðin mætast í átta liða úrslitum og Hafnarfjarðarslagur karlamegin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 18:15 Haukr og FH eigast við í Hafnarfjarðarslag í Powerade-bikar karla í handbolta í febrúar. Vísir/Vilhelm Dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í Powerade-bikarnum í handbolta í dag og óhætt er að segja að spennandi viðureignir séu framundan. Í bikarkeppni kvenna mætast liðin sem nú verma efstu tvö sæti Olís-deildarinnar, Valur og Haukar, í því sem búast má við að verða hörkuslagur. Þá eru einnig þrjú lið úr Grill66-deild kvenna enn í keppninni og fá þau öll heimaleiki, enda kveða raglurnar á um það að lið í neðri deild fái heimaleik. Topplið Grill66-deildarinnar, Selfoss, tekur á móti KA/Þór, en liðið sló Fram út í 16-liða úrslitum, og Grótta, sem situr í öðru sæti Grill66-deildarinnar, tekur á móti Stjörnunni. Þá tekur HK á móti ÍR, en HK-ingar féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, en ÍR-ingar komu sér upp í Olís-deildina á sama tíma. Átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna fara fram dagana 6. og 7. febrúar, en nákvæm tímasetning leikja er þó ekki orðin ljós. Átta liða úrslit kvenna Selfoss - KA/Þór HK - ÍR Valur - Haukar Grótta - Stjarnan Í karlaflokki eru einnig spennandi viðureignir á dagskrá og ber þar líklega hæst að nefna Hafnarfjarðarslag Hauka og FH. Öll átta liðin sem eftir eru í Powerade-bikar karla leika í Olís-deildinni og því var það drátturinn sem réði því hvaða lið myndu fá heimaleik. Auk viðureignar Hauka og FH mætast Stjarnan og KA, Valur og Selfoss og að lokum fara ríkjandi bikarmeistara Aftureldingar til Vestmannaeyja og mæta þar ÍBV. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla fara fram dagana 12. og 13. febrúar, en líkt og í kvennaflokki er nákvæm tímasetning leikja þó ekki orðin ljós. Átta liða úrslit karla Stjarnan - KA ÍBV - Afturelding Valur - Selfoss Haukar - FH Powerade-bikarinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Í bikarkeppni kvenna mætast liðin sem nú verma efstu tvö sæti Olís-deildarinnar, Valur og Haukar, í því sem búast má við að verða hörkuslagur. Þá eru einnig þrjú lið úr Grill66-deild kvenna enn í keppninni og fá þau öll heimaleiki, enda kveða raglurnar á um það að lið í neðri deild fái heimaleik. Topplið Grill66-deildarinnar, Selfoss, tekur á móti KA/Þór, en liðið sló Fram út í 16-liða úrslitum, og Grótta, sem situr í öðru sæti Grill66-deildarinnar, tekur á móti Stjörnunni. Þá tekur HK á móti ÍR, en HK-ingar féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, en ÍR-ingar komu sér upp í Olís-deildina á sama tíma. Átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna fara fram dagana 6. og 7. febrúar, en nákvæm tímasetning leikja er þó ekki orðin ljós. Átta liða úrslit kvenna Selfoss - KA/Þór HK - ÍR Valur - Haukar Grótta - Stjarnan Í karlaflokki eru einnig spennandi viðureignir á dagskrá og ber þar líklega hæst að nefna Hafnarfjarðarslag Hauka og FH. Öll átta liðin sem eftir eru í Powerade-bikar karla leika í Olís-deildinni og því var það drátturinn sem réði því hvaða lið myndu fá heimaleik. Auk viðureignar Hauka og FH mætast Stjarnan og KA, Valur og Selfoss og að lokum fara ríkjandi bikarmeistara Aftureldingar til Vestmannaeyja og mæta þar ÍBV. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla fara fram dagana 12. og 13. febrúar, en líkt og í kvennaflokki er nákvæm tímasetning leikja þó ekki orðin ljós. Átta liða úrslit karla Stjarnan - KA ÍBV - Afturelding Valur - Selfoss Haukar - FH
Powerade-bikarinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira