Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 15:55 Myndin er frá undirritun samnings en þar má sjá Halldór Baldvinsson og Sölva Blöndal frá Öldu music og Einar Loga Vignisson og Rúnar Frey Gíslason frá RÚV. RÚV Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær. Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær.
Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent