Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:20 Elon Musk fer ótroðnar slóðir og hefur gaman að því að storka mönnum og ögra. AP/Kirsty Wigglesworth Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa. X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fjöldi mannréttindasamtaka hefur sakað Musk um að ýta undir gyðingaandúð á samskiptamiðlinum X/Twitter, sem mógúllinn á og stjórnar. Skrifstofa Herzog tilkynnti um fundinn í gærkvöldi og sagði forsetann munu leggja áherslu á þörfina á því að berjast gegn gyðingaandúð á netinu. Samkvæmt Guardian hefur Musk ekki tjáð sig um fundinn en miðlar í Ísrael greina frá því að hann muni einnig funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Netanyahu og Musk funduðu síðast í september, þar sem ráðherrann hvatti Musk til að leita jafnvægis á milli málfrelsisins og hatursorðræðu. Musk svaraði á þann veg að hann væri á móti gyðingaandúð og öllu sem ýtti undir hatur og átök. Ekki eru allir á einu máli um að framganga Musk endurspegli þetta viðhorf en hann hefur ítrekað ögrað og storkað mönnum með færslum á X/Twitter. Þá eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að Musk tók undir færslu þar sem því var haldið fram að gyðingar væru að ýta undir hatur gegn hvítu fólki. Musk hefur komið sér í nokkur vandræði með tístum sínum en fyrirtæki á borð við Walt Disney, Warner Bros Discovery og Comcast, eigandi NBCUniversal, hafa hætt að auglýsa á X/Twitter. Árásir og ógnanir gegn gyðingum hafa aukist til muna í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum í kjölfar átakanna á Gasa.
X (Twitter) Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Elon Musk Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira