Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:13 Maður handtekinn í kjölfar óeirðanna í Dyflinni. AP/Peter Morrisson Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi. Írland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi.
Írland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira