Barcelona er í harðri toppbaráttu við Girona og Real Madrid en Rayo er í 8. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti.
Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Unai López í annars frekar tíðindalitlum hálfleik.
Barcelona var töluvert meira með boltann, 67 prósent, en heimamenn vörðust vel og af hörku. Sú varnarbarátta virtist ætla að skila tilætluðum árangri en á 82. mínútu varð Florian Lejeune fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að halda fyrirgjöf frá markahróknum Robert Lewandowski.
Barcelona scores to make it 1-1 against Rayo Vallecano away from home thanks to a Florian Lejeune own goal. pic.twitter.com/eh4wnqqkO4
— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) November 25, 2023
1-1 lokatölur leiknum og bæði lið munu eflaust gráta töpuð stig í dag.