Sáralitlar líkur á gosi úr sprungunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 18:15 Sprungan umrædda. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir sáralitlar líkur á því að það gjósi úr sprungunum sem mynduðust í miðjum Grindavíkurbæ. Mestar líkur eru á gosi við Svartsengi. „Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira