Sáralitlar líkur á gosi úr sprungunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 18:15 Sprungan umrædda. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir sáralitlar líkur á því að það gjósi úr sprungunum sem mynduðust í miðjum Grindavíkurbæ. Mestar líkur eru á gosi við Svartsengi. „Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira