Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 11:59 Sigurður Ingi mun leggja fram frumvarp um húsnæðisstuðning við Grindvíkinga í næstu viku. Stöð 2/Ívar Fannar Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira