Horfum fram á veginn Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Kjaraviðræður 2023 Seðlabankinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun