Mourinho: Ancelotti væri galinn að yfirgefa Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:31 Carlo Ancelotti og José Mourinho þegar þeir voru að stýra liðum Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Joe Prior José Mourinho hefur ráðlagt Carlo Ancelotti að yfirgefa ekki Real Madrid og er á því að það væri hreinlega galið hjá Ítalanum að hætta með spænska stórliðið á þessum tímapunkti. Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins hélt því fram í júlí að Ancelotti myndi stýra landsliði Brasilíu í Copa America næsta sumar en engir samningar hafa þó verið undirritaðir um slíkt. Ancelotti hefur verið orðaður lengi við brasilíska landsliðið. Mourinho ræddi stöðu Ancelotti í viðtali við ítalska fjölmiðilinn TG1. „Ég held að aðeins vitfirringur myndi yfirgefa Real Madrid þegar félagið vill enn halda þér,“ sagði José Mourinho. „Ég held að um leið og hann fær skilaboðin frá Florentino [Perez, forseti Madrid] þá muni Carlo ákveða að vera áfram. Hann er fullkominn fyrir Real Madrid og Real Madrid er fullkomið fyrir hann,“ sagði Mourinho. Mourinho talaði jafnframt um að hann væri eini vitfirringurinn sem gæti tekið svona ákvörðun. Mourinho hætti með Real Madrid liðið eftir 2012-13 tímabilið og tók síðan við Chelsea. Portúgalinn segist hafa þá haft stuðning Perez um að halda áfram með liðið. Liðinu hafði þó gengið illa tímabilið á undan og það kom fáum á óvart að portúgalski stjórinn færi. Mourinho er nú með lið Roma á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Hann segist þó ekki vera á leiðinni þangað strax. „Ef ég segi alveg eins og er þá tel ég víst að ég fari einn daginn til Sádi-Arabíu. Þegar ég segi einn daginn þá er ég samt ekki að tala um daginn í dag eða á morgun,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins hélt því fram í júlí að Ancelotti myndi stýra landsliði Brasilíu í Copa America næsta sumar en engir samningar hafa þó verið undirritaðir um slíkt. Ancelotti hefur verið orðaður lengi við brasilíska landsliðið. Mourinho ræddi stöðu Ancelotti í viðtali við ítalska fjölmiðilinn TG1. „Ég held að aðeins vitfirringur myndi yfirgefa Real Madrid þegar félagið vill enn halda þér,“ sagði José Mourinho. „Ég held að um leið og hann fær skilaboðin frá Florentino [Perez, forseti Madrid] þá muni Carlo ákveða að vera áfram. Hann er fullkominn fyrir Real Madrid og Real Madrid er fullkomið fyrir hann,“ sagði Mourinho. Mourinho talaði jafnframt um að hann væri eini vitfirringurinn sem gæti tekið svona ákvörðun. Mourinho hætti með Real Madrid liðið eftir 2012-13 tímabilið og tók síðan við Chelsea. Portúgalinn segist hafa þá haft stuðning Perez um að halda áfram með liðið. Liðinu hafði þó gengið illa tímabilið á undan og það kom fáum á óvart að portúgalski stjórinn færi. Mourinho er nú með lið Roma á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Hann segist þó ekki vera á leiðinni þangað strax. „Ef ég segi alveg eins og er þá tel ég víst að ég fari einn daginn til Sádi-Arabíu. Þegar ég segi einn daginn þá er ég samt ekki að tala um daginn í dag eða á morgun,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira