Læknismeðferð hafnað Sigmar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 07:30 Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Viðreisn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar