Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 10:50 Koma verður í ljós hvort Eimantas áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira