„Stundum er litið á þig sem óvin fólksins“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2023 15:02 Habiba segir að það hafi komið á óvart að ekki væri að finna Mannréttindastofnun eins og hennar á Íslandi. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. Habiba Osman hefur síðustu þrjú ár sinnt starfi framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Malaví. Stofnunin fékk nýverið A vottun fyrir mannréttindastofnun sem hún segir mikla viðurkenningu á því starfi sem hún sinnir. „Það er stofnun sem stuðlar að mannréttindum en rannsakar líka mannréttindabrot á sem víðtækastan hátt. Hluti af vinnu okkar er líka að framfylgja jafnréttislögum. Við erum því eins og löggæslufólk jafnréttislaga og mannréttinda í víðasta samhengi,“ segir Habiba. Hún segir það oft geta verið erfitt verk. „Stundum er litið á þig sem óvin fólksins, og stjórnvöld líta gjarnan á þig sem varðhund. Varðhund sem er á hælum þeirra. Þetta verður stundum erfitt, eftir því hvern þú rannsakar. Rannsakir þú til dæmis lögreglumann eða háttsettan aðila í ríkisstjórn verður það mjög krefjandi.“ Habiba segir að lögin í grunninn verndi þó vinnu hennar og rými og frið til að sinna vinnunni sjálfstætt og sækja þá til saka sem fremja mannréttindabrot. Hún segir að eftir þrjú ár í starfi líði henni eins og í 70 prósent tilfella sé fólk á móti henni en í 30 prósent sé það með henni. „En til dæmis er stofnunin komin með A vottun,“ segir Habiba og að það sé mikið fagnaðarefni. A vottunin þýðir til dæmis að stofnunin starfar samkvæmt skilmálum Parísarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna. Hún segir viðbrögð almennings alltaf að batna og segir að sem dæmi fái hún mjög jákvæð viðbrögð frá ungu fólki. Það skipti miklu máli. Sérstaklega þegar litið er til þess að 70 prósent þjóðarinnar er undir 30 ára aldri. Hún segir ungt fólk fjölbreytt og miklu meðtækilegra en þau sem eldri eru fyrir nýjum hugmyndum og hugtökum. Eins og loftslagsvánni og réttindum minnihlutahópa. Eldri kynslóðir séu mjög íhaldssamar. Hún segir marga hópa undir höggi að sækja í malavísku samfélagi og nefnir sem dæmi hinsegin fólk, konur og innflytjendur. Þá séu mál eins og pyntingar og hungur eitthvað sem þurfi að ræða og gera betur. Hinsegin málefni og kynjajafnrétti „Málefni hinsegin fólks eru fyrir dómstólum núna vegna þess að lögin glæpavæða samkynhneigð í Malaví. Sé litið á málefni innflytjenda þá er það alþjóðlegt vandamál en við í Malaví glímum einnig við þann vanda að taka á móti innflytjendum frá Suður-Afríku.“ Hún segir að stofnunin vinni að þessum málum. Þau rannsaki og fræði fólk en fari einnig með mál fyrir dómstóla. Skrifstofan stofnunarinnar er nokkuð stór og vinnur í öllum 28 héruðum Malaví. Undir Habibu starfa um 70 starfsmenn en svo í héruðunum er að finna starfsmenn og í heildina eru þeir þá 165. Habiba var á landinu á heimsþingi kvenleiðtga fyrr í mánuðinum og segir að hún hafi séð margt sameiginlegt í íslensku og malavísku samfélagi. Sem dæmi hvað varðar réttindi fatlaðra og kynbundið ofbeldi. „Það kom mér óþægilega á óvart að jafnvel í Reykjavík hafa um 42% kvenna orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Ef maður skoðar kynjavísitöluna sést að Ísland er alltaf númer eitt. Það var því átakanlegt að heyra um þessa lífsreynslu en það sagði mér þó að við erum að fást við sömu mál og áskoranir. Við getum þó skipst á aðferðum og áætlunum til að takast á við vandamál nútímans.“ Habiba segir að stofnanir eins og hennar sé að finna í 88 öðrum löndum. Hún viti að hér á Íslandi hafi verið lagt fram frumvarp á þingi um slíka stofnun og segist vona að það verði að raunveruleika fljótlega. „Það kom mér á óvart að það væri ekki svona stofnun á Íslandi. En ég heyri af frumvarpi og krossa fingur að það verði samþykkt.“ Malaví Utanríkismál Jafnréttismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Habiba Osman hefur síðustu þrjú ár sinnt starfi framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Malaví. Stofnunin fékk nýverið A vottun fyrir mannréttindastofnun sem hún segir mikla viðurkenningu á því starfi sem hún sinnir. „Það er stofnun sem stuðlar að mannréttindum en rannsakar líka mannréttindabrot á sem víðtækastan hátt. Hluti af vinnu okkar er líka að framfylgja jafnréttislögum. Við erum því eins og löggæslufólk jafnréttislaga og mannréttinda í víðasta samhengi,“ segir Habiba. Hún segir það oft geta verið erfitt verk. „Stundum er litið á þig sem óvin fólksins, og stjórnvöld líta gjarnan á þig sem varðhund. Varðhund sem er á hælum þeirra. Þetta verður stundum erfitt, eftir því hvern þú rannsakar. Rannsakir þú til dæmis lögreglumann eða háttsettan aðila í ríkisstjórn verður það mjög krefjandi.“ Habiba segir að lögin í grunninn verndi þó vinnu hennar og rými og frið til að sinna vinnunni sjálfstætt og sækja þá til saka sem fremja mannréttindabrot. Hún segir að eftir þrjú ár í starfi líði henni eins og í 70 prósent tilfella sé fólk á móti henni en í 30 prósent sé það með henni. „En til dæmis er stofnunin komin með A vottun,“ segir Habiba og að það sé mikið fagnaðarefni. A vottunin þýðir til dæmis að stofnunin starfar samkvæmt skilmálum Parísarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna. Hún segir viðbrögð almennings alltaf að batna og segir að sem dæmi fái hún mjög jákvæð viðbrögð frá ungu fólki. Það skipti miklu máli. Sérstaklega þegar litið er til þess að 70 prósent þjóðarinnar er undir 30 ára aldri. Hún segir ungt fólk fjölbreytt og miklu meðtækilegra en þau sem eldri eru fyrir nýjum hugmyndum og hugtökum. Eins og loftslagsvánni og réttindum minnihlutahópa. Eldri kynslóðir séu mjög íhaldssamar. Hún segir marga hópa undir höggi að sækja í malavísku samfélagi og nefnir sem dæmi hinsegin fólk, konur og innflytjendur. Þá séu mál eins og pyntingar og hungur eitthvað sem þurfi að ræða og gera betur. Hinsegin málefni og kynjajafnrétti „Málefni hinsegin fólks eru fyrir dómstólum núna vegna þess að lögin glæpavæða samkynhneigð í Malaví. Sé litið á málefni innflytjenda þá er það alþjóðlegt vandamál en við í Malaví glímum einnig við þann vanda að taka á móti innflytjendum frá Suður-Afríku.“ Hún segir að stofnunin vinni að þessum málum. Þau rannsaki og fræði fólk en fari einnig með mál fyrir dómstóla. Skrifstofan stofnunarinnar er nokkuð stór og vinnur í öllum 28 héruðum Malaví. Undir Habibu starfa um 70 starfsmenn en svo í héruðunum er að finna starfsmenn og í heildina eru þeir þá 165. Habiba var á landinu á heimsþingi kvenleiðtga fyrr í mánuðinum og segir að hún hafi séð margt sameiginlegt í íslensku og malavísku samfélagi. Sem dæmi hvað varðar réttindi fatlaðra og kynbundið ofbeldi. „Það kom mér óþægilega á óvart að jafnvel í Reykjavík hafa um 42% kvenna orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Ef maður skoðar kynjavísitöluna sést að Ísland er alltaf númer eitt. Það var því átakanlegt að heyra um þessa lífsreynslu en það sagði mér þó að við erum að fást við sömu mál og áskoranir. Við getum þó skipst á aðferðum og áætlunum til að takast á við vandamál nútímans.“ Habiba segir að stofnanir eins og hennar sé að finna í 88 öðrum löndum. Hún viti að hér á Íslandi hafi verið lagt fram frumvarp á þingi um slíka stofnun og segist vona að það verði að raunveruleika fljótlega. „Það kom mér á óvart að það væri ekki svona stofnun á Íslandi. En ég heyri af frumvarpi og krossa fingur að það verði samþykkt.“
Malaví Utanríkismál Jafnréttismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01
Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27
Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43