Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 14:41 Í úrskurði ráðuneytisins segir að kröfur vegna innflutnings dýra séu strangar og sé meginreglan sú að innflutningur dýra er bannaður. Undantekningar frá slíku banni skulu túlkaðar þröngt. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira