Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 14:41 Í úrskurði ráðuneytisins segir að kröfur vegna innflutnings dýra séu strangar og sé meginreglan sú að innflutningur dýra er bannaður. Undantekningar frá slíku banni skulu túlkaðar þröngt. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Þetta er niðurstaða matvælaráðuneytisins sem hefur staðfest synjun Matvælastofnunar um undanþágu til heimaeinangrunar umræddra hunda. Í úrskurðinum kemur fram að eftir komuna til landsins í október hafi hundarnir farið í einangrunarstöðina, en Matvælastofnun barst þá undanþágubeiðni um að hafa hundana í heimaeinangrun þar sem um hjálparhunda væri að ræða. Kærendur sögðu andlegt heilsufar annars þeirra hafi verulega takmarkandi áhrif á allar daglegar athafnir viðkomandi og væri algjörlega háð því að hafa hunda hjá sér. Óvíst væri hvort að hún væri vinnufær vegna ástandsins. Sömuleiðis sögðu kærendur að þeir hefðu yfir að ráða húsi þar sem aðstæður til heimaeinangrunar væru til fyrirmyndar fyrir umrædda smáhunda. Ekki er tekið fram í úrskurðina hvaða hundategund um ræðir. Ætlað að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins Matvælastofnun leggur áherslu á að meginreglan sé að hunda og ketti skal flytja rakleiðis í einangrunarstöð við komu til landsins. „Um einangrun og starfsemi einangrunarstöðva gilda ákveðnar reglur sem ætlað er að fyrirbyggja að sjúkdómar berist til landsins við innflutning. Eina heimild fyrir undanþágu til heimaeinangrunar er vegna innflutnings á hjálparhundum og stofnunin hefur ekki heimild til þess að leyfa heimaeinangrun hunda nema um sé að ræða vottaða hjálparhunda,“ segir á vef Matvælastofnunar. Stuðningshundar, ekki hjálparhundar Samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er hjálparhundur leiðsöguhundur fyrir blinda, merkjahundur fyrir heyrnarskerta eða hjálparhundur fyrir hreyfihamlaða, flogaveika og sykursjúka, sem aðstoðar einstaklinga með ofangreindar greiningar við að takast á við umhverfi sitt og hefur vottaða þjálfun sem samþykkt er af Matvælastofnun. „Matvælastofnun hafnaði erindinu með vísan til þess að hundarnir féllu ekki undir skilgreiningu reglugerðarinnar um hjálparhunda og þeir væru ekki vottaðir sem slíkir. Skýr greinarmunur væri á hjálparhundum og stuðningshundum. Hjálparhundar eru sérþjálfaðir vottaðir þjónustuhundar sem gegna tilteknu hlutverki en stuðningshundar eru gæludýr og taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá kröfu um hefðbundna einangrun þegar kemur að stuðningshundum, enda teldust slíkir hundar ekki hjálparhundar, þeir hafa ekki vottaða þjálfun og ekki þurfi að uppfylla nein sérstök skilyrði til að skilgreina hund sem stuðningshund. Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar og tók undir sjónarmið stofnunarinnar að um sé að ræða stuðningshunda sem hjálpi kæranda með sína andlegu líðan en ekki hjálparhunda í skilningi reglugerðarinnar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Dýraheilbrigði Hundar Geðheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu