Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2023 11:39 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53