Martínez reyndi að taka kylfu af löggu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Emiliano Martínez var heitt í hamsi fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2026. epa/Andre Coelho Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu. Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira