Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 21:01 Frá vettvangi á Ólafsfirði í byrjun október síðasta árs. Vísir Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. Þess er krafist fyrir hönd Steinþórs að hann verði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing verði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa er byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá efni greinargerðarinnar. Henti sólgleraugum í höfuðið á Tómasi Í greinargerðinni er atvikum lýst með þeim hætti að Tómas hafi komið að heimili Steinþórs á Ólafsfirði aðfararnótt 3. október árið 2022, í þeim tilgangi að sækja konuna sína, en hún hefði dvalið hjá Steinþóri eftir rifrildi hjónanna. Tómas hafi komið pollrólegur inn og reynt að fá konuna heim til þeirra með sér, en hún þá sagt að hún væri heima hjá sér og ætlaði ekki með honum. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór að þreytast á Tómasi og sagt við hann að konan hefði þegar svarað honum og að hann skyldi hypja sig heim til sín. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór og Tómas farið að rífast, Tómas hafið að hreyta leiðindum í Steinþór; reynt að reita hann til reiði, sem honum hafi tekist á endanum. Stunginn í andlit og læri „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ segir í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Endajaxl klofnaði Ljóst sé að hinn látni Tómas Waagfjörð hafi ráðist á Steinþór vopnaður hnífi. Í átökunum hafi Steinþór hlotið stunguáverka í andlit en Tómas hafi stungið í gegnum kinn Steinþórs, og við þá stungu hafi endajaxl hans klofnað. Þá hafi hann einnig hlotið stunguáverka á læri og varnaráverka á höndum. Hin látni hafi verið með tvo áverka á vinstri síðu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Dómsmál Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þess er krafist fyrir hönd Steinþórs að hann verði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing verði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa er byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá efni greinargerðarinnar. Henti sólgleraugum í höfuðið á Tómasi Í greinargerðinni er atvikum lýst með þeim hætti að Tómas hafi komið að heimili Steinþórs á Ólafsfirði aðfararnótt 3. október árið 2022, í þeim tilgangi að sækja konuna sína, en hún hefði dvalið hjá Steinþóri eftir rifrildi hjónanna. Tómas hafi komið pollrólegur inn og reynt að fá konuna heim til þeirra með sér, en hún þá sagt að hún væri heima hjá sér og ætlaði ekki með honum. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór að þreytast á Tómasi og sagt við hann að konan hefði þegar svarað honum og að hann skyldi hypja sig heim til sín. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór og Tómas farið að rífast, Tómas hafið að hreyta leiðindum í Steinþór; reynt að reita hann til reiði, sem honum hafi tekist á endanum. Stunginn í andlit og læri „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ segir í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Endajaxl klofnaði Ljóst sé að hinn látni Tómas Waagfjörð hafi ráðist á Steinþór vopnaður hnífi. Í átökunum hafi Steinþór hlotið stunguáverka í andlit en Tómas hafi stungið í gegnum kinn Steinþórs, og við þá stungu hafi endajaxl hans klofnað. Þá hafi hann einnig hlotið stunguáverka á læri og varnaráverka á höndum. Hin látni hafi verið með tvo áverka á vinstri síðu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Dómsmál Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18