Nokkur fjöldi án hitaveitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 13:06 Nokkur fjöldi húseigna í Grindavík er án hitaveitu en unnið er að lagfæringu. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira