Málskostnaður, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 20. nóvember 2023 13:00 Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sennilega voru málskostnaðargreiðslur í dómsmáli í upphafi hugsaðar sem skaðabætur fyrir sannanlega ómaklega lögsókn á hendur blásaklausu fólki. Nú eru þær notaðar, að því er virðist, sem tilviljanakenndar refsingar fyrir að tapa dómsmáli eða þætti þess. Þær eru greiddar gagnaðila í málinu. Málskostnaður getur orðið hlutfallslega stór liður í dómsmáli þar sem ekki er deilt um margar milljónir króna en eru tiltölulega minna mál í jafnvel milljarða deilum milli stórfyrirtækja. Þær auka stórlega áhættuna af því að fara í einkamál. Aðili sem fer í mál vegna þess sem virðist vera einfalt rakið dómsmál, til dæmis að gagnaðili hafi þverskallast við að greiða sannanlegar skuldir, getur einfaldlega tapað málinu á einhverjum fáum atriðum eða formsatriðum. Kannski vegna þess að það tókst að flækja það og hreinlega snúa upp á það. Hann getur þess vegna lent í því að þurfa að greiða þeim seka milljónir í málskostnað í stað þess að fá sína fjármuni í hús. Einhver mál sem ættu fyrirfram að vera auðunnin fara þannig. Eftir því sem ég best veit er örsjaldan rökstuðning að fá fyrir ákvörðunum um málskostnað. Það finnst mér benda til þess að dómari slumpi einhvern veginn á upphæðina. Samt er um milljónir að ræða. Dómskerfið, í einkamálum að minnsta kosti, er bara svona. Með þessum gjöldum get ég ekki betur séð en að verið sé að gera einkamál, sem rekin eru fyrir dómstólum, að eins konar fjárhagslegum áhættuleik. Eins konar pókerspili, sem virðist fyrst og fremst til þess fallið að ýta almenningi burtu frá dómstólum. Það leiðir til þess að hann getur síður eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ekki virðist gerður munur á tekjum eða umsvifum varðandi ákvörðun þessara greiðslna. Hann kemur þannig miklu síður niður á þeim sem betur mega sín í þjóðfélaginu. Þarna er réttlæti hins sterka mælanlegt.Málskostnaður er áhætta sem sá sem fer í mál tekur á sig, sama hve mikið hann telur sig vera réttu megin við lögin. Málskostnaður virðist stundum vera notaður til að hræða gagnaðila. Ef hann er talinn standa höllum fæti fjárhagslega er unnt að beita honum af ákafa í baráttunni með hótunum, eins og mér fannst vera tilfellið í mínu máli. Unnt er að krefjast álags á málskostnað ef mál er höfðað að óþörfu, ef eitthvað veldur óþörfum drætti á málinu eða ef hafðar eru uppi rangar eða haldlausar kröfur eða staðhæfingar. Þannig er að minnsta kosti texti laganna. Svo er hægt að dæma aðila til réttarfarssektar fyrir svipaðar sakir sem og fyrir ósæmilegt orðbragð í dómsal. Eins og nánar er fjallað um í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi tel ég að leggja eigi málskostnað að mestu eða öllu leyti niður enda virðist mér hann vera búinn til fyrir hinn sterka til að taka í lurginn á hinum minni máttar. Ég sé engan grundvöll fyrir málskostnaði nema dómari telji: Sannað að sóknaraðili máls hafi sýnt sig reka vonlaust mál af einhverjum annarlegum ástæðum.Að varnaraðili hafi á sama hátt ekki haft neina vörn í málinu enda hafi hann varla haft uppi neina haldbæra tilburði í þá átt. Að aðili máls hafi ítrekað dregið málið á langinn eða farið vísvitandi með rangt mál.Eða eitthvað því um líkt. Þessi viðurlög þurfa ekki að vera fjárhagslegs eðlis. Til dæmis má hugsa sér niðurfellingu máls, að það hafi áhrif á dóm í málinu. Þá þarf það að vísu að koma fram í dómnum og vera afmarkað og skilgreint. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun